fimmtudagur, október 26, 2006

Góðir hálsar, góðir hálsar. Ég hef tekið afdrifaríka ákvörðun. Ég ætla að lífga þessa lífvana síðu við og gera hana að bestu bloggsíðu í heimi. En ég verð að vara ykkur við. Það er kominn nýr Hilmir og hann tekur sko ekki neitt sjitt frá neinum. Þannig að ef þið komið með eitthvað sjitt..Þá tek ég því ekki. Ekki frá neinum. Ekkert sjitt. Ókei? ... Gott. Ég er glaður að við erum öll sammála um að sleppa sjitti. Flott er. Þá að næstu málum. Þetta verður ekkert dagbókarblogg. Ykkur kemur ekkert við hvað kemur fyrir mig. Ókei? ... Flott. Gott að við erum öll sammála.

föstudagur, nóvember 05, 2004

Ahahahahaha! Bloggibloggibloggibloggibloggi. AAAAAAAhahahahaha!
Ég hef ekki gert þetta í næstum ár. Váááááá! Það gersist ekki svo ýkja margt á einu ári. Jú ég hef djammað fullt og leikið í tveimur leiksýningum og setið á klósettinu og kúkað í ábyggilega marga klukkutíma ef maður leggur það saman. Ég hef ekkert yfirgefið klakann og það er allt í fína. Maður þarf ekkert alltaf að vera í útlandi. Þó það sé fínt stundum. Ég ferðaðist mikið um Ísland síðasta sumar og það var geðveikt. Ég fann loksins villikindina sem ég hef verið að leita að í mörg ár. Svarta og vígalega kind sem syngur um horfna ást sýna og slátruð lömb sín er hún berst fyrir jafnrétti. Fullu jafnrétti. Þetta er kvenréttindakind. Vinstri græn kind. Hetjukind. Hún á sér enga líka. Hún er ótrúleg. Vá! Sem hún stekkur stein af steini og glampar á kolbikasvartan feld hennar í sólinni getur maður ekki annað en hugsað til almættisins. Stökktu frjáls villikind. Stökktu frjáls um ókomna tíð og ég mun bera mönnum söngva þína um frelsi og bræðralag. Stökktu frjáls!
Ég: Sjitt! Er virkilega liðið ár?
Einar: Já.
Ég: Hver ert þú?
Einar: Einar.
Ég: Ég þekki engan Einar.
Einar: ..........
Ég: Nema Einar kvikmyndafræðikennara.
Einar: ..........
Ég: Viltu gjöra svo vel að fara.
Einar: Af hverju?
Ég: Af því að þetta er mitt blogg og tilvist þín hér er yfirnáttúruleg og að ég held ólögleg í þokkabót.
Einar: Ókei.
Ég: Ókei hvað?
Einar: Ókei ég skal fara.
Ég: Hvert ferðu?
Einar: Æ ég veit það ekki. Bara inn á eitthvað annað blogg eða eitthvað.
Ég: ...........
Einar: ...........
Ég: Þú þarft kannski ekkert að fara.
Einar: ?
Ég: Nei bara. Þú hefur svosem ekki gert mér neitt.
Einar: :)
Ég: Hvað sagðistu aftur heita?
Einar: Einar.
Ég: Einar hvað?
Einar: Bara Einar.
Ég: Bara Einar?
Einar: Amm.
Ég: Ekkert eftirnafn?
Einar: Neibb.
Ég: Vá! Flestir eiga eftirnafn.
Einar: Ekki ég.
Ég: Magnað!
Einar: Takk.
Ég: Sömó.

laugardagur, nóvember 29, 2003

Er bloggið dautt. Mitt blogg liggur allavega í andarslitrunum. Undanfarnar vikur hafa verið viðburðaríkar. Mikið djamm. Jólin nálgast og glimmer er í loftinu og sker í hálsinn þegar maður andar að sér. Á þes............. Af hverju er ég að þessu. Ég hef ekkert fram að færa. Heimdallur sökkar. Niður með ríkisstjórn Íslands. Bush er asni..................... Hvert orð sem ég segi er innantómt og fullt af engu. Kanski ég vendi kvæði mínu í kross og leggi metnað minn í að segja hluti sem enginn hefur sagt áður. Hluti eins og: Gírkassi sló Jón í mörk og arkaði með kökk. Þetta hefur ábyggilega enginn sagt áður. Svo get ég uppljóstrað leyndarmálum um Bush eins og: Bush lamdi son sinn með krómuðu röri. Er þetta satt? Nei. Er þetta flatt? Og seisei nei. Ooooooooooooooooooooooooooooh! Ég hata þetta blogg!

mánudagur, október 20, 2003

Í gær fór ég í æstan drykkjuleik...... Með vatni. Hann heitir Gvendur og han setur sko þveitikerfið á fullan snúning. Keppendur voru ég, Konstantin, Eðvald, Þura, Villti tryllti Villi og Tinna Ísó. Dregin voru spil frá einum og upp í tíu. 1-4 þýddu eitt til 4 glös, 6-9 þýddu að þú máttir láta einhvern annan drekka eitt til 4 glös. Úr var hin mesta skemmtun. Þetta varð á endanum geðveikt þveitt partý. Konstantin datt fyrstur úr leik á 5 líter. Við hin gáfumst svo upp ringluð og bumbult en höfðum þó rænu á að skála saman síðasta glasinu. Í nótt fór ég svo ca. 10 sinnum á klósettið. Þetta er ekki heilbrigt. En þetta er mjög gaman engu að síður. Prófið Gvend!

miðvikudagur, september 03, 2003

Hann sneri séri hægt við og kveykti sér í sígarettu, tók upp míkrófóninn og sagðist ætla að sanna tilgangsleysi tilvistar okkar. Hann fór með ljóð um ekkert og tók upp bensínbrúsa. Á öðru erindi helti hann bensíninu yfir sig og glotti eins og tófa. Eftir að hafa klárað ljóðið sem enginn man hvað var um kveikti hann í sér með sígarettunni. "Hvað sem þið gerið" sagði hann "þá munið þennan dag".
Alla tíð síðan hef ég vellt fyrir mér: Hefðum við átt að muna ljóðið???

mánudagur, september 01, 2003

Ég er alveg að rokka í dag. Bara póstur númer tvö og læti. Dagurinn í dag mynnir mig á 11. sept.. Ekki vegna þess að það er eitthvað slæmt að gerast, heldur af því að það er einhver undarleg spenna í loftinu. Hver veit kanski gerist eitthvað mikilfenglegt bráðlega. Ég man þennan örlagaríka dag eins og það hafi gerst í gær. Ég og Jón keyptum okkur popp og kók því við ætluðum að horfa á spólu en enduðum bara á því að glápa á hörmungarnar í beinni með snakkið í annarri og kókið í hinni. Frekar óviðeigandi svona eftir á að hyggja. Samt er gaman á einhvern furðulegan hátt að hafa verið einn af þeim sem að sá þetta gerast í rauntíma og í beinni. Gaman er líka óviðeigandi orð. Ég vona að þið haldið ekki öll núna að ég sé reginfífl. Ef svo er, gleymið þá þessum pistli ......... NÚNA!
Transgender Barbie
You're Transgender Barbie! You're well, there's no
way to describe you. Pick a sex and stay with
it!


If You Were A Barbie, Which Messed Up Version Would You Be?
brought to you by Quizilla

Ég er semsagt kynskiptibarbie. OOOOOOOOOOOG lærdómur dagsins í dag er því: Takið ekki próf á netinu sem ætluð eru stelpum ef þið eruð strákar. Its creepy because its true!

laugardagur, ágúst 30, 2003

Djöfull hata ég lagið atarna með Hljómunum. Ógeð.
Já þá er sumrinu lokið. Og ég er bara nokk sáttur við það. Ég fór um daginn að hugsa um óumflýjanleika dauðans og varð þunglyndur í smá stund. Mér finnst erfitt að sætta mig við það að á einhverjum tímapunkti muni tilvist mín enda bara sisona. Mér finnst það svo fjarstæðukennt. Það væri eflaust fínt að trúa blint á einhverskonar eftirlíf en ég fæ mig ekki til þess.

Lærdómur dagsins er því þessi: Njóttu hverrar mínútu sem þú hefur og lifðu til fulls. Deyðu svo sátt/ur eftir x mörg ár með bros á vörunum hugsandi. Já þetta var ágætt.

laugardagur, ágúst 16, 2003

Ég hélt að ég myndi aldrei segja þetta en Mývatn sýgur feitasta skaufa veraldar eins og illa launuð hóra. Ég iða í skinninu að hitta skólafélagana og aðra vini mína.

föstudagur, júlí 18, 2003

Ég og Þura urðum bensínlaus á rúntinum um daginn og urðum að keyra út af veginum. Þar sátum við föst um tíma og störðum tómum augum beint fram um tíma. OG HVAÐ HALDIÐI AÐ VIÐ HÖFUM S'EÐ 'UT UM GLUGGANN!!!!???? MEL! GEÐVEIKT Þ'ETTANN MEL MAR! Brjálað alveg.
So! Ég er á mývatni. Það er heitt. Og ég er búinn að pikka upp svo mikið af slangri að ég er farinn að hljóma eins og verslingur með sólsting. En það er bara í lagi. Mér finnst það kúl. Idiot. Faggett. Og svo náttlega þetta gamla. Bonús. Litl ferskur. Já maður er alger svampur. Jíses. Þetter bara í handritinu.

Að öllu gamni slepptu þá er þetta bara fínt. Ekki það að ég hlakki ekki feitast til að komast í bæinn og hitta gamla krúið aftur.

Hlakka til að sjá ykkur, littl fersk.

miðvikudagur, júní 04, 2003

Albert Fish, the mad man!
Albert Fish:
So... You like to kidnap, torture and finally eat
children do you? And you show no remorse of any
kind once finally captured?
You were executed On January 16, 1936 in the
electric chair.
This made allot of people very happy.
And it made you happy to because you were looking
forward to being burned by a heat more intense
than the flames with which you often seared
your own flesh to gratify your lust.
You sound pretty sick to me!


What serial killer are you?
brought to you by Quizilla

sunnudagur, maí 25, 2003Það er ágætt að vera til. Jafnvel stórfínt og væri enn betra ef að kærastan mín væri í bænum. Hún er ekki í bænum. Hún er á mývatni að rífa kindur úr rollum og sjóleiðis. Allt gott og blessað með það. Ég vona bara að hún nái að bjarga sem flestum lömbum frá dauða. Lömb eru sætasta ungviði þessa heims. Þau eiga ævi sem að þóknast mér svo vel að ég gæti knúsað hvert og eitt einasta þeirra. Þau byrja á að fæðast blaut og vitlaus, örstuttu seinna eru þau byrjuð að rassakastast um túnin ennþá jafn helvíti fokking vitlaus. Þegar þau eru svo búin að vera sæt er þeim slátrað og þau enda sem gómsæt steik. Gæti bara ekki verið betra. Nokkur lömb afreka það þó að verða kindur og það eru vitaskuld merkileg kvikindi líka. Fallnemandi líffræðinnar. Gætu ekki spjarað sig villtar þó að þeir fengju kíló af heyi fyrir. Spurst hefur þó af einni villikind sem að vafrar um landið og bjargar öðrum kindum úr lífsháska. Hún ku vera svört á lit, með djúpa og hljómmikla rödd, eilítið stærri en aðrar kindur og með kropp sem æpir: Kom end get mí jú nestí hrúts! Lífsmarkmið mitt er að finna þessi kind því að ég tel að við gætum lært margt af henni.


Ég ætla að ryðjast inn í bloggheiminn aftur og hætta þessu sleni. Ég er með blogg sem skiptir litum og það getur enginn stoppað mig. Eða stoppað mig upp. Ég vona samt að það komi aldrei til þess að ég verði stoppaður upp. Allavega ekki fyrr en eftir að ég dey. En þangað til ætla ég að njóta lífsins og ryðjast áfram í gegnum þær hindranir sem verða á veginum. Svo verð ég gamall og hrumur og leggst inn á elliheimili, nöldrandi bleiugamalmenni sem klípur í rassana á sætu hjúkkunum en læt þessar ljótari alveg vera því að þannig er ég bara. Svo á milli þess sem ég blóta lélegum sjónvarpsútsendingum í herbergi mínu og fæ nýja poka í þvaglegginn. Læt ég fallegustu hjúkkurnar baða mig og nýt þess út í ystu æsar þegar þær skrúbba hrjúfan líkama minn. Stundum mun ég æla á gangana vitandi það að ég þarf ekki að þrífa það upp sjálfur. Deyja svo af spenningi yfir síðustu klámmynd lífs míns eftir að ég fæ vídjódag. Markmiðið með þessu öllu saman er að senda sem flestar hjúkkur í áfallahjálp á spítalanum og lærdómurinn sem draga má af sögunni er nákvæmlega enginn. Lifið heil! Eða hálf. Mér er svosem sama.

miðvikudagur, maí 07, 2003

Jæja þá er maður víst bara á leiðinni til helvítis. Fjandinn hafi það. Eða bara mig. Nei annars ég ætla að verða hluti af Nirvana þegar ég dey. Á bassanum. Bonus!
The Dante's Inferno Test has banished you to the Sixth Level of Hell - The City of Dis!
Here is how you matched up against all the levels:
LevelScore
Purgatory (Repenting Believers)Very Low
Level 1 - Limbo (Virtuous Non-Believers)Very Low
Level 2 (Lustful)Very High
Level 3 (Gluttonous)High
Level 4 (Prodigal and Avaricious)High
Level 5 (Wrathful and Gloomy)Very High
Level 6 - The City of Dis (Heretics)Extreme
Level 7 (Violent)High
Level 8- the Malebolge (Fraudulent, Malicious, Panderers)Very High
Level 9 - Cocytus (Treacherous)Moderate

Take the Dante's Inferno Hell Test

mánudagur, maí 05, 2003

Jæja ég held að þetta gangi svona. Reyndar flestir hlutir í lamasessi og ekkert kommentakerfi eða linkar en það verður bara að hafa það í bili. Annars hef ég fátt að gera nema að boða endurkomu mína í bloggheyminn. Oh jolly good chaps. Niður með auðvaldið.

fimmtudagur, apríl 24, 2003

Ég er enn í fýlu út í bloggið mitt. Væruð þið sem lesið þetta helvíti til í að segja mér hvaða færslur þið sjáið. Annars nenni ég þessu ekki. Ég ætla að gubba í lófann ámér.

sunnudagur, apríl 20, 2003

Japan
Japan -
Viewed as the technological powerhouse of the 21st
Century, it has lived a reletively solemn and
singular history.


Positives:

Technologically Advanced.

Economic Superpower.

Healthy Populace.


Negatives:

Small.

Isolated and Sometimes Ignored.

Unlucky with Disasters.Which Country of the World are You?
brought to you by Quizilla

Ég er Japan og bloggið mitt er í fokki. Ég er búinn að vera í svo mikilli fýlu út í tækninýjungar að ég hef ekki viljað blogga. En ég er að brotna hægt og bítandi.

þriðjudagur, apríl 15, 2003

Dagurinn í dag er ágætur dagur. Þið vitið hvað ég á við. Bloggibloggibloggibloggiblogg.

laugardagur, apríl 12, 2003

Þegar höfuð ykkar drjúpa og angist hreiðrar um sig í hjarta ykkar. Takið þá slöngu og stingið henni í skápinn. Þá er hún veðrast hefur takið hana út og spilið á hana þjóðlög. Djúpa tóna og háa tóna og þagnir á milli. Yndisauku og á milli tánna trónir sjálfur konungurinn sem að heitir að sönnu Ghalem. Segið hæ við Ghalem og leyfið honum að sleikja ykkur upp til agna. Þá, og þá aðeins hafið þið öðlast eitthvað sem kalla mætti frið.

föstudagur, apríl 11, 2003

AAAAAAAH! Gleði gleði gleði. Ég elska svona daga þar sem maður þarf ekkert að gera nema sleikja sólina og ganga um. Setjast svo kanski inn á kaffihús, eða ekki. Allt eftir skapferli og líðan þá stundina. Stóru krakkarnir voru að dimmitera og sleikja sólina. Ég var ekki að dimmitera en samt að sleikja sólina. Einn vinur minn var hvorki að sleikja sólina né dimmitera. Eftir því sem ég best veit er hann heldur vansæll maður. Ég er hinsvegar sæll og glaður og keikur og allt það. Í kvöld ætla ég að hafa það náðugt með vídjóspólu í annarri og eitthvað annað í hinni. Í nótt mun mig dreyma um dimmissio og annað skemmtilegt. Svo mun ég fá stutta martröð um hvað það er hræðilegt að komast ekki á scooter. Hún tekur hinsvegar fljótt enda og þá vakna ég og verð glaður aftur og fæ mér köku.

miðvikudagur, apríl 09, 2003

Ég á bekkjarbróður sem heitir Friðrik. Það er kanski ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hann á hest.............held ég. Hann er allavega fínn kall. Ég skýrði hann bolta á linkalistanum. Ekki vegna líkamslögunar heldur vegna þess að mig langaði það og hananú. Lesið bloggið hans. Þetta er skipun.

sunnudagur, apríl 06, 2003

Hakkísakk unnendur athugið. Þið verðið að skoða nýjustu vídeóin á hakkísakksíðunni á tenglalistanum mínum. 15 ára gamall Tékki fer hamförum í frístæl keppninni og hrifsar titilinn af Mulrony. Flottasta frístæl sem ég hef séð.
Eru Bandaríkjamenn búnir að ná flugvellinum í Bagdad eða ekki? Eru þeir komnir inn í miðborg Bagdad? Hverju á maður að trúa þegar BBC segir eitt, CNN annað, SKY enn annað og Reuters eitthvað allt annað. Fréttamenn eru að tapa sér. Myndirnar sem að maður sér í sjompinu staðfesta ekki rassgat. Í gær var frétt um að fjöldi líka hafi fundist í íraskri herstöð og að sveittir Husseins hafi að öllum líkindum pyntað og drepið þetta fólk og kanski bara foringinn sjálfur eða satan, hver veit. Og allt þetta fólk var bara búið að liggja þarna sundurskotið í einhverju skýli í mörg mörg ár. Mér finnst þetta soldið hæpið. Fyrir það fyrsta fannst mér fréttaflutningurinn af þessu óraunverulegur og lélegur. Í öðru lagi, hvað græða írakar á því að geyma lík í herstöðvum? Það er ekki eins og það vanti pláss til greftrunar eða olíu til að brenna þetta. Til hvers að skilja þetta eftir í herstöð. Þeir sem að stjórnuðu umræddri stöð vissu fyrir mörgum vikum síðan að Kanarnir myndu ná henni einhverntíman á næstunni. Fannst þeim svona geðveikt sniðugt að skilja öll líkin eftir til að stimpla sig sem stríðsglæpamenn frammi fyrir alheiminum? Erum við kanski bara að horfa á stærstu stríðsbíómynd allra tíma skrifaða og ritskoðaða af stjórvöldum Bandaríkjanna. Ég persónulega held að ca. 70% að fréttaflutning sem við fáum að heyra hérna vestanhafs sé tóm fokking steypa. Vitiði bara til. Eftir nokkur ár á einhver eftir að skrifa bók um þetta.
Enn og aftue nýtt lúkk. Soldið að prófa mig áfram svona. Kommentakerfið eitthvað í rusli þó. Annars hef ég ekkert merkilegt að segja.